Við hjá Verönd höfum einfalda lífsýn og hún felur í sér ástríðu við að fegra umhverfið og auka nota gildi þess. Þessi ástríða hefur keyrt okkur áfram í leit að nýjum leiðum og hugmyndum til að endurbæta og ná settu marki.
Palla og skjólveggjasmiði okkar hefur verið leiðandi frá 1999 á sviði tréverks og lóðaframkvæmda. Með auga fyrir fallegu handverki og fagmennsku að leiðarljósi höfum við skapað fjölda draumagarða ánægðra viðskiptavina.
Við tökum einnig að okkur alhliða smíðavinnu innanhúss sem utan, ásamt flísalögn, viðgerðum og sérsmíði.
Forsenda vel heppnaðs garðs er góð forvinna, að staldra við og hugsa um notagildi áður en lagt er af stað í framkvæmdir. Þá er mikilvægt að huga að atriðum eins og góðri nýtingu sólar, skjóli, hlutföllum og náttúrulegu flæði. Lýsing í görðum er ekki síður mikilvægur þáttur til að skapa rétta stemningu.
“Að vera með vel hannaðan og skipulagðan garð skiptir öllu máli. Oft þarf ekki miklar breytingar til að ná þessu markmiði og ávinningurinn getur verið mikill.”
Nú er hægt að hafa sína eigin gróðurstöð og rækta það sem maður vill í gróðurpíramídanum sem tekur lítið pláss og skapar bestu mögulegu vaxtarskilyrði fyrir þínar jurtir.
Gróðurpíramídinn er "gróðurbeð" sem getur rúmað allar þínar kryddjurtir en tekur ekki nema einn fermetra á veröndinni eða svölunum.
Þegar jurtir eru settar í blómapotta, fá rætur þeirra oft ekki það rými og þá næringu sem þeim er nauðsynleg.
Vegna einstakrar hönnunar gróðurpíramídans myndast heilmikið rými fyrir mold sem gerir rótunum kleift að nærast vel og styrkjast.
Gróðurpíramídinn er aðgengilegur og auðveldur í uppsetningu. Hann er því tilvalinn fyrir þá sem eiga erfitt með að krjúpa í hefðbundnu beði til að huga að uppskerunni.
Þar sem gróðurpíramídinn hefur einungis þrjár hliðar, þarf bara að beina einu horni hans til norðurs til að allar hliðar píramídans fái næga sól. Þannig fæst hámarksnýting sólar.
Kostir gróðurpíramídans
- Fljótlegt í uppsetningu
- Hönnun sem gefur rótunum nægilegt rými til að vaxa og dafna
- Hámarks nýting sólar
- Búið til úr ómeðhöndlaðari furu (án eiturefna/ fúgavarnar)
- Sjálfbær ræktun á þínu uppáhalds grænmeti
Í boði eru þrjár stærðir:
Þriggja hæða
80 x 80 cm á breidd og 60 cm á hæð
29.900 kr.
Fimm hæða
120 x 120 cm á breidd og 100 cm á hæð
44.900 kr.
Sjö hæða
160 x 160 cm á breidd og 140 cm á hæð
55.900 kr.
Hér eru sýnishorn af verkum sem hlotnast hafa síðasta smiðshöggið…………………..
Skjólveggur án hatts er eins og hringur án demants. Kostir hattanna er ótvíræðir þeir bæði verja endatréð ásamt því að kóróna verkið. Í boði eru mismunandi stærðir,form og stílar.
Sérlausnir og smíði einnig í boði.
Sérsmíði er hentug lausn þar sem þörfum viðskiptavinarins er mætt. Sérsmíðin hefur þann kost að viðskiptavinurinn getur haft áhrif á hönnun vörunnar og getur látið drauma sína rætast hvað varðar form og efnisval.
Friðrik Bohic | Þúsundþjalasmiður | sími: 861 6358 | fridrikbohic@verond.is